Hver er ég?
Ég fann mig aldrei í íþróttum. Mér fannst ég léleg í þeim. Ef einhver hefði sagt mér að ég yrði íþróttafræðingur þegar ég yrði stór hefði ég hlegið. Árið 2010 skráði ég mig í BootCamp og fann þar ástríðu mína fyrir hreyfingu. Æfingarnar fannst mér flóknar, erfiðar og ég upplifði mig ekki sérstaklega góða í þeim. Hvaðan í ósköpunum kom þessi ástríða?
Hvenær varstu síðast stolt/ur af einhverju sem þú afrekaðir?
Þetta var tilraun mín til að svara spurningu með spurningu. Mjög ljóðrænt ég veit. Óöryggið sem ég fann fyrir á æfingum gerði það að verkum að eftir hvern einasta tíma fannst mér ég hafa afrekað einhverju. Mér fannst ég hafa gert eitthvað sem var raunverulega erfitt. Samhliða því varð ég dásamlega úrvinda í lok æfingar. Laus undan erfiðinu og gat haldið þokkalega kærulaus áfram með minn dag, enda búin að sigra hann.
Í rúman áratug hef ég æft í hinum ýmsu stöðvum. Í Mjölni gripu ketilbjöllurnar hug minn allan. Þær gerðu það að verkum að í Covid gat ég haldið mínu striki og æft heima í stofu við lágmarks aðbúnað. Í framhaldi sótti ég mér þjálfararéttindi og fór meðvitað að æfa af meiri hugsun. Hvernig get ég stundað hreyfingu út ævina svo ég hafi gaman af henni, hún gefi mér “kikkið” sem ég þarfnast og geri mig heilt yfir hraustari. Ég vil að allar mínar æfingarnar gefi mér orku og aukið hreysti inn í daginn og alla þá sem framundan eru. En þú?
Hafa samband
Vilt þú fá persónulega leiðsögn til að læra tæknina eða fínpússa hana? Saman finnum við leið til að hámarka þinn árangur með tilliti til þinna þarfa.