Æfingar í APPI

Náðu hámarks árangri með aðgengi að þremur ketilbjölluæfingum á viku og æfðu hvar og hvenær sem þér hentar. Það eina sem þú þarft eru þrjár ketilbjöllur og ein hringlaga teygja. Skýringarmyndbönd fylgja þar sem farið er í framkvæmd og tækni við hverja æfingu fyrir sig.

Æfingar í APPI

7.990 kr á mánuði

  • Aðgangur að þremur 40 mín ketilbjölluæfingum á viku

  • Æfingar innihalda upphitun og aðalþátt

  • Stöðumat á styrk og úthaldi á 6 vikna fresti

  • Fjórar æfingavikur aðgengilegar í senn

  • Myndbönd við hverja æfingu þar sem farið er yfir tækni

  • Skeið- og lotuklukka er innbyggð í appinu

  • Aðgengi að þjálfara í gegnum app

Hvað segja iðkendur?

“Ég var með góðan grunn og mætti reglulega í ræktina áður en ég byrjaði í fjarþjálfun en var föst í sömu rútínu (æfingum sem ég var góð í og kunni vel). Núna hef ég bætt tæknina verulega, lært fullt af nýjum æfingum og finn að ég er að styrkjast. Elska hversu fjölbreyttar æfingarnar eru og er alltaf spennt að opna æfingu dagsins.”

“Ég hef alltaf aukna orku eftir æfingar, sem ég finn sérstaklega fyrir ef ég er ekki mjög gíruð þann daginn. Mér líður alltaf betur á líkama og sál eftir æfingu.”

“Fjarþjálfunin hjá Ingunni er æðisleg. Æfingarnar eru fjölbreyttar, vel uppsettar og ekki of langar lotur af því sama. Bæði er hægt að gera þær í ræktinni og heima ef maður á nokkrar bjöllur. Annars er alltaf auðvelt að aðlaga æfingu ef maður á t.d. ekki tvær bjöllur í sömu þyngd. Æfingarnar eru ekki of langar en taka mjög vel á, ég hef ekki svitnað svona mikið á æfingum lengi. Í myndböndunum er líka farið vel í tæknina þannig nú fókusa ég meira á tæknina frekar en að vera alltaf að keppast við að þyngja bjöllurnar, þó það gerist auðvitað líka með betri tækni.”

“Elska hvað ég finn þægilega góða þreytu í vöðvum eftir æfingarnar, varla harðsperrur þó ég teygi aldrei á í lokin.”

Hafa samband

Vilt þú fá persónulega leiðsögn til að læra tæknina eða fínpússa hana? Saman finnum við leið til að hámarka þinn árangur með tilliti til þinna þarfa.